"Ekki getum við kennt Guði um.

Sjá,hönd hans er ekki svo stutt,að hann geti ekki hjálpað,
og eyra hans ekki svo þykkt,að hann heyrir ekki.
Það eru misgjörðir okkar,sem skilnað hafa gjört milli okkar og Guðs,
og syndir okkar,sem byrgt hafa augliti hans fyrir okkur,svo að hann heyri ekki.

Hendur okkar eru blóði ataðar,og fingur okkar misgjörðum,
varir okkar tala lygi,og tunga okkar fer með íllsku.
Enginn stefnir fyrir dóm af því,að honum gangi réttlæti til,
og enginn á í málaferlum sannleikans vegna.
Menn reiða sig á hégóma og tala lygi,
þeir ganga með ranglæti og ala íllgjörðir.

Athafnir þeirra eru íllvirki,og ofbeldis verk lyggja í lófum þeirra.
Fætur þeirra eru skjótir til ílls,og fljótir til að úthella saklausu blóði.
Ráðagjörðir þeirra eru skaðræðisráðagjörðir,
eyðíng og tortíming er á vegum þeirra.

Veg friðarins þekkja þeir ekki,og ekkert réttlæti er á þeirra stígum,
þeir hafa gjört vegu sína hlykkjótta,
hver sá,er þá gengur,hefur ekki af friði að segja.

Fyrir því er rétturinn fjarlægur oss og réttlætið kemur ekki nálægt oss.
Vér væntum ljóss,en það er myrkur,
væntum dagsbirtu,en göngum í niðdimmu.
Vér væntum réttar en hann fæst ekki,
væntum hjálpræðis,en það er langt i burtu frá oss.

Afbrot vor eru mörg frammi fyrir Guði og syndir vorar vitna í gegn oss,
því að afbrot vor eru oss kunn,og misgjörðir vorar þekkjum vér.
Vér höfum horfið frá Drottni og afneitað honum,
og vikið burt frá Guði vorum.
Vér höfum látið oss ofríki og fráhvarf um munn fara,
Vér höfum upphugsað og mælt af hjarta lygaorð.

Og rétturinn er hrakinn á hæl,
og réttlætið stendur langt í burtu,
því að sannleikurinn er horfinn,og sá sem firrist það,
sem íllt er, verður öðrum að herfangi.

Og Drottinn sá það,og honum mislíkaði réttleysið.
Og hann sá að þar var enginn og hann undraðist,
að enginn vildi í skerast.

Hann íklæddist réttlætinu sem pansara og setti hjálm hjálpræðisins
á höfuð sér.
Hann klæddist klæðum hefndarinnar sem fati og hjúpaði sig
vandlætinu eins og skikkju.
Einns og menn hafa unnið til,svo mun hann gjalda:
mótstöðumönnum sínum heift og óvinum sínum hefnd,
fjarlægum landsálfum endurgeldur hann.

En til Síonar,til þeirra er hafa snúið hjörtu sínum til hans,
kemur hann sem frelsari,til þeirra í Jakob,
sem snúið hafa sér frá syndum-segir Drottinn.
Þessi er sáttmálinn,sem ég gjöri við þá-segir Drottinn.
Héðan í frá og að eilífu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

amen Hallelúja.Arabina

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 25.2.2008 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband