"'Eg þakka þér faðir.

'A meðan enginn mætir neyð,

á meðan slétt er ævileið,

vér göngum þrátt með létta lund

og leitum ei á Jesú fund.

En þegar kemur hregg og hríð

og hrelling þjakar, neyð og stríð,

í dauðans angist daprir þá

vér Drottin Jesú köllum á.

Hann harmakvein vort heyrir vel

og hastar á hið dimma él

og sveipar skýjum sólu frá,

öll sorg og kvíði dvínar þá.

En gjafarinn oss gleymist þrátt,

þótt gæsku reynum hans og mátt.

Af gjöfum Drottins gleðjumst vér,

en gleymum, að oss þakka ber.

Sjá, ævin hefur enga bið

þó enn er tími að snúa við,

að flytja þakkir þeim, sem gaf,

ei það má gleymast héðan af.

Því jafnvel skynlaus skepnan sér,

hve skaparanum þakka ber,

um himingeiminn, lög og láð

hún lofar Drottins miklu náð.

'O, stöndum eigi eftir þá,

en aftur snúum þökk að tjá,

og látum hljóma lífs með hjörð

hans lof og dýrð með þakkargjörð.

'Eg þakka þér faðir, fyrir mig og öll hin.

I Jesú nafni.

Amen.                                                                                                                  V. Briem.

                                     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Yndislegt.Amen

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 09:08

2 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

TAKK og AMENGuð blessi þig

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 1.4.2008 kl. 18:49

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Arabina. Takk fyrir þessi fallegu skrif. Takk fyrir falleg tölvubréf.

Guð blessi þig

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.4.2008 kl. 21:35

4 identicon

R . S (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 05:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.