Vínkona.

Nú er því engin fordæming fyrir þá, sem tilheyra Kristi Jesú.

Lögmál lífsins anda hefur í Kristi Jesú frelsað þig frá lögmáli syndarinnar og dauðans.

Ég lít svo á, að ekki séu þjáningar þessa tíma neitt í samanburði við þá dýrð, sem á oss mun opinberast. Því að sköpunin þráir, að Guðs börn verði opinber.

Sköpunin var undirorpin fallvaltleikanum, ekki sjálfviljug, heldur vegna hans, sem varp henni undir hann, í von um að sjálf sköpunin muni verða leyst úr ánauð forgengileikans til dýrðarfrelsis Guðs barna.

Vér vitum að öll sköpunin stynur líka og hefur fæðingahríðir allt til þessa.

En ekki einungis hún heldur og vér, sem höfum frumgróða andans, jafnvel vér stynjum með sjálfum oss meðan vér bíðum þess, að Guð gefi oss barnarétt og endurleysi líkama vora. Því að í voninni erum vér hólpnir orðnir.

Von er sést, er ekki von, því að hver vonar það sem hann sér. En ef vér vonum það sem við sjáum ekki, þá bíðum vér þess með þolinmæði.

Þannig hjálpar og andinn oss í veikleika vorum. Vér vitum ekki hvers vér eigum að biðja eins og ber, en sjálfur andinn biður fyrir oss með andvörpum, sem ekki verður orðum að komið. En hann sem hjörtun rannsakar, veit hver er hyggja andans, að hann biður fyrir heilögum eftir vilja Guðs.

Vér vitum, að þeim sem Guð elska, samverkar allt til góðs, þeim sem kallaðir eru samkvæmt ákvörðun Guðs.

Því að þá, sem hann þekkti fyrirfram, hefur hann og fyrirhugað til þess að líkjast mynd sonar síns,svo að hann sé frumburður meðal margra bræðra.

Þá sem hann fyrirhugaði, þá hefur hann og kallað, og þá sem hann kallaði, hefur hann og réttlætt, en þá sem hann réttlætti, hefur hann einnig vegsamlega gjört.

Hvað eigum við þá að segja við þessu?

Ef Guð er með oss, hver er þá á móti oss?

Hann sem þyrmdi ekki sýnum eigin syni, heldur framseldi hann fyrir oss alla, því skyldi hann ekki líka gefa oss allt með honum?

Hver skyldi ásaka Guðs útvöldu?

Guð sýknar.

Hver sakfellir?

Kristur Jesús er sá, sem dáinn er. Og meira en það: Hann er upprisin, hann er við hægri hönd Guðs og hann biður fyrir oss.

Hver mun gjöra oss viðskila við kærleika Krists?

Mun þjáning geta það eða þrenging, ofsókn, hungur eða nekt, háski eða sverð?

Það er eins og ritað er: Þín vegna erum vér deyddir allan daginn, erum metnir sem sláturfé.

Nei, í öllu þessu vinnum við fullan sigur fyrir fulltingi hans, sem elskaði oss.

Því að ég er þess fullviss að hvorki dauði né líf, englar né tignir, hvorki hið yfirstandandi né hið ókomna, hvorki kraftar hæð né dýpt, né nokkuð annað skapað muni geta gjört oss viðskila við kærleika Guðs, sem birtist í Kristi Jesú Drottni vorum.

Amen í Jesú nafni.Amen                                                                                    Róm 8.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Elsku Aida, ef ég hefði brot af þinni einlægni í trú væri ég ánægð, þú ert mikil og merk kona sem ég hef dálæti af og þykir svo vænt um að fá að koma hér inn og lesa það sem þú leggur á þitt borð, hér er fæði fyrir andann, slíkt er ómetanlagt.

knús

Linda, 30.4.2008 kl. 23:25

2 identicon

Þetta var ljúft að lesa . Kveðja : Conwoy

conwoy (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 00:04

3 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Amen. Guð blessi þig ávalt skæra ystir í Kristi og takk fyrir ritningarlesturinn hér að ofan.

Bryndís Böðvarsdóttir, 1.5.2008 kl. 14:54

4 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 21:20

5 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

amen og Guð blessi þig

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 8.5.2008 kl. 01:23

6 identicon

Hæ!

Þaðværi gaman að hitta þig við tækifæri. 

Við eigum nefnilega þann sama að.

Ég er Gummi sem að átti þarna smá ævintýri með Lúlla manstu?

 Gangi þér allt í haginn.

Kv: Gummi. 

Gummi (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 03:54

7 identicon

Já, já aldrei man maður neitt!

Emailið mitt er:

gth@hive.is 

Kveðja aftur: Gummi. 

Gummi (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 03:56

8 Smámynd: Linda

Kæar Aida, er ekki allt í lagi hjá þér vina, þú hefur ekki sett in færslu  í langan tíma. Ég vona að þessi athugasemd finni þig hressa og káta og bara í bloggfríi.

knús

Linda, 8.5.2008 kl. 20:07

9 Smámynd: Birgirsm

Halló Aida

Hvar ertu ?  þessi þögn þín er afar og afskaplega óþægilega óþægileg.

Kveðja til þín

Birgirsm, 10.5.2008 kl. 11:12

10 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Arabina. Kærar þakkir fyrir frábæran texta.

Guð blessi þig og þína.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.5.2008 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.