Hinn fegursta rósin.

Hin fegursta rósin er fundin, og fagnaðarsæl komin stundin.

Er frelsarinn fæddist á jörðu hún fannst meðal þyrnanna hörðu.

Upp frá því oss saurgaði syndin og svívirt var Guðs orðin myndin

var heimur að hjálpræði snauður og hver einn í ranglæti dauður.

Þá skaparinn himinrós hreina í heiminum spretta lét eina,

vor gjörspilltan gróður að bæta og gera hana beiskjuna sæta.

Þú, rós mín, ert ró mínu geði, þú , rós mín, ert skart mitt og gleði.

Þú harmanna beiskju mér bætir, þú banvænar girndir upprætir.

Þótt heimur mig hamingju sneyði, þótt harðir mig þyrnarnir meiði.

Þótt hjartanu af hrellingu svíði, ég held þér, mín rós, og ei kvíði.

Í Jesú nafni blessaðu alla, Guð minn, sem lesa þetta með mér.

Amen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aida.

höf.H.Hálfd

Aida., 28.2.2009 kl. 22:47

2 identicon

Takk

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 23:33

3 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Guð blessi þig kæra Aida. Amen

Kristín Gunnarsdóttir, 1.3.2009 kl. 06:59

4 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Amen. Guð/Jesús blessi þig

Aida ég hef bara seg það sem er á síðunni

kær kveðja Gulli Dóri

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 1.3.2009 kl. 12:08

5 Smámynd: Guðrún Pálína Karlsdóttir

AMEN kæra Aida mín,Guð blessi síðu þína og þig mín kæra

Hafðu Gleðilegan dag mín kæra

Kveðja Guðrún

Guðrún Pálína Karlsdóttir, 1.3.2009 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband