Bæn.

holy spirit5

Faðir vor.

Þú sem ert á himni. Helgist þitt nafn og tilkomi þitt ríki.

Verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni.

Gef oss í dag vort daglegt brauð og fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum.

Því eigi leiðir þú oss í freistni, heldur frelsa þú oss frá illu.

Því að þitt er ríkið, mátturin og dýrðin, að eilífu.Amen

Amen, í Jesús heilaga nafni.Amen.

Faðir.

Ég þakka þér fyrir daginn og náðina. Ný náð á hverjum degi, þvilik blessun, þvilik miskunn. Það sem ég ekki gat í gær, get ég í dag. Alltaf ný byrjun.

Drottinn, fyrirgef oss, ónýtir verkamenn erum við öll, gerum aðeins skyldu okkar, fyrirgef oss það sem við gerðum og ekki gerðum, það sem við sögðum og ekki sögðum. Gef oss að standast í dag að við mættum vera öðrum til blessunar og standast skyldu okkar. Gef oss bænaranda þinn, að þinn heilagur andi mætti starfa óhindrað á þessum nýa degi sem þú gafst okkur.

Ég vil biðja fyrir þeim sem einmanna eru, þeim sem útlendingar eru á jörðu hér. Hver hefur ekki verið einmanna, að vera jafnvel í kringum fullt af fólki en vera samt einn. Gef okkur að sjá, að heyra, að finna.

Faðir,Sýking og pest geysar yfir landið allt og margir eru veikir. Þú sem átt lækninguna, lækna þú. Því ekki býr pestin hjá þér heldur lækningin. Stóra sem smáa, unga sem gamla, lækna þú og vernda.

Ídag eigum við að kjósa menn til að vera hirðir þessara þjóðar, hingað til höfum við haft ónýta þjóna sem bara hafa hugsað um auðmenn þessara lands. Ég bið að þú setur í hjörtu okkar hvað þarf til og að þú fyrirgefi þjóð þessa og land og gefi okkur þjóna sem leita fyrst og fremst þín, svo að þeir sem leiða þessa þjóð hugsi og varðveiti þá sem minna mega sín. Gef öllum að leita þín í dag, að gefa þér gaum svo blessun þín fái að streyma inn í þetta land. Faðir, útlendingar kalla land okkar Sódomu, bera okkur saman við Gómoru. Og það er alveg rétt. Land okkar hefur breyst í Sódomu, þar sem lauslæti og spilling er í fyrrirrúmi. Faðir , ég bið að þú gerir hið gamla að engu, og sjá, nýtt er orðið til. Þar sem við fáum að vera þekkt fyrir að þú ert í fyrirrúmi. Því ekki fyrr en þá, getur land og þjóð fengið að dafna.

Drottinn, ég vil biðja fyrir þeim sem leita þín, og þeim sem hugsa, ertu til? Ertu þarna?        Opinbera þú þig í dag, leyf öllum að finna þig í dag. Gef þú lækningu og lausn, gef oss líf í fullri gnægð. Blessa þú ríkulega þá sem biðja með mér þessa bæn, þá sem vona á þig.

Faðir, ég bið þessa bæn í nafni þínu, Jesús Krists nafni. Amen.

Amen. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk Aida mín. Þetta er æðislegt að lesa. Nú í dag eru kosningar og því var ánægjulegt að lesa þetta í dag. Svona hlý og góð orð.

Eigðu góðan og ánægjulegan dag elsku Aida mín og njóttu dagsins. Hann er bjartur og fallegur.

Kærleiks kveðjur.

Valgeir.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 11:30

2 Smámynd: Sverrir Halldórsson

Amen.

Nú er bara að kjósa rétt... ætli ég setji ekki "X" við bókstafinn "J"      "J" = Jesús.

Sverrir Halldórsson, 25.4.2009 kl. 15:27

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

X-JESÚS

Vertu Guði falin

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.4.2009 kl. 18:53

4 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Amen Takk fyrir elsku systir Guð/Jesús blessi þig

þú ert í mínum bænum elsku systir

Kær kveðja Gulli Dóri

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 25.4.2009 kl. 18:56

5 Smámynd: Aida.

Gaman að sjá ykkur öll og takk fyrir hlýar kveðjur.

Drottinn blessi ykkur öll og varðveiti, í Jesú nafni.Amen,amen.

Friður sé yfir Ísrael.Amen.

Aida., 26.4.2009 kl. 00:36

6 identicon

 mundu að ég elska þig

Helga Lúthersdóttir (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband