Bæn

Faðir vor , þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn og tilkomi þitt ríki. Verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni . Gef oss í dag vort daglega brauð og  fyrirgef oss vorar skuldir svo sem og vér og fyrirgefum vorum skuldum nautum. Eigi leiðir þú oss í freistni heldur frelsar þú oss frá illu. Því þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin. Að eilífu . Amen,amen.

Abba, Jesús.

Takk fyrir daginn og hina miklu náð er þú hefur gefið mér. Takk fyrir allt er þú gefur mér, það sem ég sé en lika allt sem ég enn ekki séð.

Fyrirgef mér, og varðveit þú hugrenningar mínar, smyrð þú tungu mína og varir svo ég mæli ekkert illt. Gef mér að sjá og leyf mér að heyra. Gjör mig að þeirri konu sem þú þráir að ég sé. Takk fyrir að ég má minna þig á öll þau fyrirheit er þú lofað mér. Ég minni þig á þau öll hér og nú.

Hneig eyra þitt, Drottinn, og bænheyr mig. Vernda líf mitt, því ég er guðhrædd, hjálpa þú þjóni þínum er treystir þér. Ver mér náðugur, því að þig ákallar hjarta mitt liðlangan daginn. Gleð þú sál mína. Þú ert góður og fús til að fyrirgefa, þú gefur gaum að grátbeiðni minni. Visa mér veg þinn og lát mig ganga í trúfesti þinni, gef mér þitt hjarta. Leyf anda þinum að dvelja í mér, svo hann sjái alla þá er hjarta mitt ber von til. Svo hann sjái allar þráir mínar.

Ég bið að allir sem lesa þessa bæn mína með mér séu þeir sem þú hefur ákvarðað, blessa þú Drottinn allar þær sálir.

Í Jesús heilaga nafni.Amen,amen,amen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Amen.

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 24.7.2009 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband