Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Skapa í mér hreint hjarta.

my pictures

Guð, Faðir.

Vertu mér náðugur sakir elsku þinnar, afmá brot mín sakir þinnar miklu miskunnsemi!

Þvo vandlega af mér misgjörð mína og hreinsa mig af synd minni.

Ég þekki sjálf afbrot mín og synd mín stendur stöðugt fyrir hugskotssjónum.

Gegn þér einum hef ég syndgað og gjört það, sem illt er í augum þínum,

til þess að þú sért réttlátur, er þú talar, sért hreinn er þú dæmir.

Sjá, í misgjörð er ég fæddur og í synd gat mig móðir mín.

Sjá, þú hefur þóknun á hreinskilni hið innra og í fylgsnum hjartans kennir þú mér visku!

Hreinsa mig með ísop, svo ég verði hrein, þvo mig, svo ég verði hvítari en mjöll.

Lát mig heyra fögnuð og gleði, lát kætast beinin, sem þú hefur sundurmarið.

Byrg auglit þitt fyrir syndum  mínum og afmá allar misgjörðir mínar.

Skapa í mér hreint hjarta, ó Guð, og veit mér að nýu stöðugan anda.

Varpa mér ekki burt frá augliti þínu og tak ekki þinn heilaga anda frá mér.

Veit mér aftur fögnuð þins hjálpræðis  og styð mig með fúsleiks anda,

að ég megi kenna afbrotamönnum vegu þína og syndarar megi hverfa aftur til þín.

Frelsa mig frá blóðsúthellingu, Drottinn, Guð hjálpræðis míns,

lát tungu mína fagna yfir réttlæti þínu.

Drottinn, opna varir mínar, svo að munnur minn kunngjöri lof þitt!

Því að þú hefur ekki þóknun á sláturfórnum-annars mundi ég láta þær í té, og að brennifórnum er ér ekkert yndi.

Guði þekkar fórnir eru sundurkraminn andi, sundurmarið og sundurkramið hjarta munt þú,

ó Guð, eigi fyrirlíta.

Gjör vel við Zion sakir náðar þinnar, reis múra Jerúsalem!

Blessa þú þá sálir sem biðja með mér og gef oss eftir þínum vilja.

Ég bið í nafni þínu Guð minn.

Í Jesú nafni.Amen,amen,amen.


Bæn.

Faðir, sundurríf þú himininn og fær að ofan, svo að fjöllin nötra fyrir augliti þínu-

eins og þegar eldur kveikir í þurru lími eða þegar eldur kemur vatni til að vella,

til þess að gera óvinum þínum kunnugt nafn þitt, svo að þjóðirnar mættu skjálfa fyrir

augliti þínu, er þú framkvæmir þinn mátt.

Þú fórst ofan; fjöllin nötruðu fyrir augliti þínu.

Því að frá alda öðli hefir enginn haft spurn af eða heyrt, né auga séð nokkurn  Guð nema þig,

þann er geri slíkt fyrir þá, er á hann vona.

Þú kemur í móti þeim, er gerir með gleði það sem rétt er, þeim er minnast þín á sínum

þínum.

Sjá, þú reiddist, og við urðum brotlegir, yfir tryggðrofi okkar, og við urðum  sakfelldir..

Við urðum öll sem óhreinn maður, allar dygðir okkar sem saurgað klæði, við visnuðum

allir sem laufblað og misgjörðir okkar feykti okkur  burt eins og vindur.

Fáir ákalla nafn þitt.

En nú faðir! Þú ert Drottinn vor, við erum leirinn, og þú ert sá er myndar okkur, og handa-

verk þín erum við öll.

Reiðst ekki, Drottinn, svo stórlega, og minnstu ekki misgjörðir vorra eilíflega.

Æ lít þú á, við erum öll þitt fólk.

Þínir þjónar nefnir þú öðru nafni, við sem óskum blessunar í landinu, við óskum þess í nafni

hins trúfasta Guðs, og hver sem vinnur eið í landinu, sá vinnur eið við hinn trúfasta Guð.

Fyrirgef skuldir þessara þjóðar og miskunna þú þjóð þessa til frelsis.

Því ég veit að þú hefur veitt þeim áheyrn sem ekki spurðu þín,

þú gafst þeim kost  á að finna þig, sem ekki leituðu þín og þú sagðir:

Hér er ég, hér er ég. Við þá þjóð sem ekki ákallaði nafn þitt.

Þú hefur rétt út hendur þínar allan daginn í móti þrjóskum lýð, í móti þeim,

sem ganga á illum vegum, eftir eigin hugþótta sínum, í móti fólki, sem reitir þig stöðulega

til reiði upp í opin augun á þér.

Drottinn fyrirgef þú þjóð og leiðtoga þessa lands og gef þú Ísland nýtt hjarta og nýan anda.

Sem lofar þig í sannleika og trú.

Verði allur vilji þinn, Guð minn, og blessa þú þá sál er biður þessa bæn með mér.

Blessa þú í Jesú nafni. Amen,amen,amen.


Frelsis bænin.

Jesús.

Komdu inn í mitt hjarta, ég tek við þér sem frelsara mínum.

Ég trúi að þú hafir dáið fyrir mínar syndir, verið grafin og sért upprisin, og að þú situr við hægri hönd föðursins.

Vertu leiðtogi í mínu lífi. Verði allur vilji þinn.

Í Jesús nafni. Amen.


Hér er ég, send þú mig...

Dýrð sé þér Herra Jesús.

Ger mig líkari þér.

Engin orð get ég notað til að holy-spirit-wallpaper-pic-0107útskýra þig að fullu.

Þú Ert, já Þú Ert.

Takk fyrir þinn heilaga Anda, án þín helgi Andi gæti sál mín og andi ekki skilið hve víð og djúp Ást þín á þennan þjón.

Náð og Miskunn ert þú minn Herra.

Með Náð þína og Ást að vopni mun ég sigra allt og alla í Jesú nafni sem standa móti sannleikanum sanna.

Þínar útvöldu sálir sem ekki hafa enn leitað þín munu net mín og spjót ná.

Hér er ég, send þú mig.

Þitt barn biður þess í Jesú nafni, Amen


Kvöldbæn

holy-spirit-wallpaper-pic-0112

Drottinn!

Ég vil þvo fætur þína, gef mér að þjóna þér.

Fyrirgefðu mér, blessa þú mig.

Ég vil fylgja þér, verða eins og þú, svo þú munir vera í mér og ég í þér.

Faðir!, bið þú fyrir mér, með mér.

Elsku Jesú, verði allur vilji þinn.

Gef okkur að þvo fætur þínar, að þjóna þér.

Fyrirgef okkur og miskunna þú okkur.

Blessa okkur, að við fylgjum þér.

Svo við verðum eins og þú, svo þú verður í okkur og við í þér.

Faðir, bið þú fyrir okkur sem hér biðja.

Verði allur vilji þinn.

Í Jesú nafni Amen,Amen,Amen.


Iðrun og bæn.

ATT34079

          Drottinn minn, heyr þessa bæn.

Ó, minn Guð, ég illa breytti, okið synda þyngst ég ber,

götu ég ei ganga skeytti, gæska þín sem vísar mér.

Ó, hvar má ég fylgsni finna, fjöld er hylji brota minna?

Hvar sem ég í heimi væri, hvergi falist gæti ég þér,

þótt ég hátt til himins færi, hafs í djúp þótt fleygði mér,

þótt ég vængi vinda fengi, vonska mín þér dyldist engi.

Og þótt tár af augum mínum aldrei græði meinið hætt,

dropinn einn af dreyra þínum, Drottinn Jesú, fær það bætt.

Vegna þess mér flötum fleygi ég fyrir þér, að læknast megi ég.

Láttu sár mín blóðug binda böndin hörð, er reyrðu þig,

hreinsa mig af saurgun synda, svo þú faðmað getir mig,

gef þú mér þinn góðan anda, gef mér sýknum upp að standa.

Jesús, gef að þær sálir sem biðja þessa bæn, fái þína blessun og náð.

Þér til dýrðar Jesús ,Drottinn og Guð.

Amen.


Orð Drottins.

Guðs orð er ljós, er lýsir í lífsins dimmu hér,

og ljúfur leiðarvísir það lífs á vegum er.

Það lýsa látum vér, að sannleiksbraut vér sjáum

og sælumarki náum með ljóssins helgum her.

Guðs orð er sverð, er særir og sundur hjörtun sker,

um synd og sekt það kærir og sakir á oss ber.

En oss það einnig ver, með því gegn veröld verjumst

og vondskum móti berjumst.

Það sverð oss sigur lér.

Guðs orð er lind, er líknar og lækning veikum tér,

það syndarana sýknar og svölun hjörtum lér.

Ó, hversu indælt er það blessað orð að eiga

og ætið finna mega þar svölun handa sér.

Guðs orð er raust, er rómar, hve réttvís Drottinn er,

en einnig blítt það rómar, að aldrei náð hans þver.

Það oss þann boðskað ber, að Guð oss fyrirgefur,

að Guð oss búið hefur á himnum hús með sér.

Guðs orð er líf og andi með undrakraft í sér,

Guðs orð er ævarandi þá annað gjörvallt þver.

Þann kjörgrip kjósum vér, í hreinu hjarta geymum

það hnoss oss aldrei gleymum, að best það arfleið er.

Í Jesú nafni.Amen,amen,amen.


Við sem elskum hann.

Af stofni Isai munu kvistur fram spretta og angi upp vaxa af rótum hans.

Yfir honum mun hvíla andi Drottins:  Andi vistdóms og skilnings, andi ráðspeki og kraftar, andi þekkingar og ótta Drottins.

Unun hans mun vera  að óttast Drottinn. Hann mun ekki dæma eftir því, sem augu hans sjá, og ekki skera úr málum eftir því, sem eyru hans heyra.

Með réttvisni mun hann dæma, hina fátæku og skera´með réttlæti úr málum hinum nauðstöddu í landinu.

Hann mun ljósta ofbeldismanninn með sprota muns síns og deyða hin óguðlega með anda vara sinna.

Amen, í Jesú nafni .

Réttlæti mun vera beltið um lendar hans og trúfesti belti um mjaðmir hans.

 


"Grát þú eigi."

Guðs son mælti:,, Grát þú ekki",

gæskuríkur, er hann sá ekkju, sem varð á vegi hans, vafin sorgum.

Þegar hryggðin hjartað sker, huggun orð þau veita mér.

Ef ég við örbyrgð heyi stríð eða skortur hrellir mig,

Guðs son mælir:,, Grát þú ekki",

Guði víst er annt um þig, hann, sem fæðir fugla smá, fyrir þér mun einnig sjá.

Ef ég sjúkleik þjáður þreyi, þungt ég styn dag og nótt.

Guðs son mælir:,,Grát þú ekki",

græða vil ég sár þín brátt. Gegnum neyð þér ætlað er inn að ganga í dýrð hjá mér.

Ef mér þrátt á ævidegi óvild sýnir heimurinn,

Guðs son mælir:,, Grát þú ekki,

gæt þess, ég er vinur þinn, heims ég líka hatur bar, hugrór þó og glaður var.

Ef á mínum ævivegi ástvinum ég sviptur er,

Guðs son mælir:,, Grá þú ekki,

geymdir eru þeir hjá mér. Aftur gefa þér skal þá, þar sem hel ei granda má.

Ef á hinstu ævidegi ógnir dauðans hrella mig,

Guðs son mælir:,, Grát þú ekki,

glötun frá ég leysti þig. Guðs barn, lát þig gleðja það, Guði hjá ég bjó þér stað.

Í Jesús nafni.Amen,amen.

Drottinn blessi þig sem ert vafin sorg, hann huggi þig og gleðji ,

með miskunn sinni og dýrð.

Amen.


Svo segir Drottinn!

Og ef þeir segja við ykkur: Leitið frétta hjá þjónustuöndum og spásagnaröndum sem

hvískra og umla-þá svarið : á ekki fólk að leita  frétta hjá Guði sínum?

Á að leita  til hinna dauðu vegna hinna lifandi?

Leitið til kenningarinnar og vitnisburðarins!

Ef þeir tala ekki samkvæmt þessu orði, þá er hann án morgunroða, hann mun ráfa

hrjáður og hungraður. Og er hann hungrar, mun hann fyllast bræði og formæla konungi

sínum og Guði sínum.

Hann horfir til himins og lítur til jarðar, og sjá, þar er neyð og myrkur, í angistarsorta

og niðdimmu er hann útrekinn.

Vitið það lýðir, og hlustið á. Herklæðist, þér skuluð samt hugfallast!

Takið saman ráð ykkar, þau skulu að engu verða.

Mælið málum ykkar, þau skulu engan framgang fá, því að Guð er með okkur, okkur

sem lofum hann.

Því svo mælti Drottinn við mig, þá er hönd hans hreif mig og hann varaði mig við því

að ganga sama veg og þetta fólk gengur. Þér skuluð ekki kalla heilagt það sem þetta

fólk kallar heilagt, og ekki óttast það, sem það óttast og ekki skelfast.

Drottinn hersveitanna, hann skuluð þér telja heilagan, hann sé yðar ótti, hann sé yður skelfing.

Sjá, ég og börn hans, sem Drottinn hefur gefið mér, við erum til tákns og jarteina í Ísrael

frá Drottni hersveitanna, sem býr á Síon fjalli.

Amen, Í Jesú nafni.Amen.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband