Þorsti sálarinnar.

Drottinn,þú rannsakar og þekkir mig.
Hvort sem eg sit eða stend,þá veist þú það,
þú skynjar hugrenningar minar álengdar,
hvort sem eg geng eða ligg þá athugar þú það,
og alla vegu mina gjörþekkir þú.
Þvi að ekki er það orð á tungu minni,að þú,Drottinn,
þekkir það eigi til fulls.

Hvert get eg farið frá anda þinum og hvert flúið frá augliti þinu?
Þótt ég stigi upp í himininn,þá ert þú þar,
þótt ég gjörði undirheima að hvílu minni,sjá,þú ert þar.
Þótt ég lyfti mér á vængi morgunroðans
og settist við hið ysta haf,
einnig þar mundi hönd þin leiða mig og hægri hönd þin halda mér.
Og þótt ég segði:,,myrkrið hylji mig og ljósið í hríngum mig verði nótt,"
þá myndi þó myrkrið eigi verða þér of myrkt
og nóttin lýsa eins og dagur,
myrkur og ljós eru jöfn frammi fyrir þér.

'Eg lofa þig fyrir það að ég er undursamlega sköpuð,
undursamleg eru verk þín,það veit ég næsta vel.
Prófa mig,Guð,og þekktu hjarta mitt,
rannsaka mig og þekktu hugsanir mínar,
og sjá þú hvort ég geng á glötunarvegi,
og leið mig hinn eilifa veg.

Blessa þú þá sem heyra bæn þessa.
Amen.I Jesus nafni. Amen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

amen Guð blessi þig

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 23.2.2008 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband