"Náðargáfur"

Loforð Guðs.

Mismunur er á náðargjöfum en andinn er hinn sami, mismunur er á þjónustustörfum en Drottinn hinn sami.

Mismunur er á framkvæmdum en Guð hinn sami sem öllu kemur til leiðar í öllum.

Þannig birtist andinn sérhverjum manni til þess að hann gerir öðrum til gagn.

Einum gefur andinn gáfu að mæla af speki, öðrum gefur sami andi kraft að mæla af þekkingu. Sami andi veitir einum trú og öðrum lækningagáfu og öðrum kraft til að framkvæma undur. Einn fær spádómsgáfu, annar hæfileika til að sannreyna anda,

einn að tala tungum og annar að útleggja tungutal. Öllu þessu kemur sami andinn til leiðar og hann útbýtir  hverjum og einum eftir vild sinni.

Guð hefur gefið öllum sitt hlutverk i kirkjunni: Fyrst hefur hann sett postula, í öðru lagi spámenn, í þriðja lagi kennara, sumum hefur hann veitt gáfu að gera kraftaverk, lækna, vinna líknarstörf, stjórna og tala tungum.

Geta allir verið postular? Eru allir spámenn? Eru allir kennarar? Eru allir kraftaverkamenn?

Hafa allir hlotið lækningagáfu? Tala allir tungutal?

Nei! En sækist eftir náðargáfunum, þeim hinum meiri.

Guð hefur sýnt mér miskunn og falið mér þjónustu, þess vegna læt ég ekki hugfallast.

'Eg hafna allri skammarlegri launung, ég beiti ekki klækjum né falsa Guðs orð heldur birti ég sannleikann.

'Eg trúi þess vegna tala ég, ég veit því ég trúi.

Hann segir mér og líka þér:,, Verði þér sem þú trúir. Því þeir sem trúa á mig og lifa fyrir mig skulu biðja og allt sem þér biðjið í mínu nafni mun Faðirinn veita ykkur.

En sá sem biður biðji í trú því sá sem biður og trúir ekki að hann fái það er hann biður mun ekki fá. Ritað er.

Ef einhver sjúkur er skal hann fara til öldungana og þeir skulu biðja og leggja hendur yfir þann sjúka og hann mun heill verða.

Þið fáið ekki vegna þess að þið biðjið ekki, þér fáið ekki vegna þess að þér biðjið illa.

Verið brennandi i Drottni, því ef þú ert volgur skyrpir hann þér út, væri betri að ég væri köld en volg. En ég bið að Drottinn gefi mér slíka trú er mætti gera mig brennandi í trú,öðrum til heilla.

I Jesú nafni Amen,amen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Kæra Aida

Takk fyrir þennan yndislega texta.

Guð blessi þig og þína

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.12.2008 kl. 09:46

2 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Takk fyrir þennan yndislega texta. Guð/Jesús blessi þig

                            Gleðileg jól

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 23.12.2008 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.