Gleðileg jól"

Sá er situr í skjóli Hins hæsta og dvelst í skugga hins Almáttka

segir við Drottin:,, Hæli mitt og háborg, Guð minn, er ég trúi á."

Hann frelsar þig úr snöru fuglarans, frá drepsótt eyðingarinnar,

hann skýlir þér með fjöðrum sinum, undir vængjum hans mátt þú hælis leita,

trúfesti hans er skjöldur og vigi.

Eigi þarft þú að óttast ógnir næturinnar eða örina sem flygur um daga,

drepsóttina sem læðist um í dimmunni eða sýkina sem geisar um hádeigið.

Þótt þúsund falli þér við hlið og tiu þúsund falli þér við hlið  og tíu þúsund þér til hægri handar þá nær það ekki til þín.

Þú munt sjá með eigin augum, horfa á hvernig óguðlegum er endurgoldið.

Þitt hæli er Drottinn, þú hefur gert hinn Hæsta að athvarfi  þínu.

Engin ógæfa hendir þig og engin plága nálgast tjald þitt þvi að þín vegna býður hann út englum sinum.

Þeir munu bera þig á höndum sér svo að þú steytir ekki fót þinn við steini.

Þú munt stíga yfir ljón og nöðru, troða fótum ungljón og dreka.

Þar sem hann er mér trúr bjarga ég honum, ég vernda hann af því að hann þekkir nafn mitt.

'Akalli hann mig mun ég bænheyra hann, ég er hjá honum í neyðinni, ég frelsa hann og geri hann vegsamlegan.

'Eg metta hann með fjöld lífdaga og læt hann sjá hjálpræði mitt.

Gott er að lofa Drottin, lofsyngja nafni þínu, þú hinn Hæsti,  og kunngjöra miskunn þína að morgni og trúfesti þína um nætur.

Þú  gleður mig,Drottinn, með dáðum þinum, ég fagna yfir verkum handa þinna.

Hversu mikil eru verk þin, Drottinn, hversu djúpar hugsanir þínar.

Fávís maður skynjar það ekki og heimskinginn skilur það ekki.

Réttlátir dafna sem pálmi, vaxa sem sedrustré á Libanon, þeir eru gróðursettir í húsi Drottins, þeir blómgast í forgörðum Guðs vors, beri ávöxt í hárri elli, eru safaríkir og grænir, og boða:,,Drottinn er réttlátur, hann er bjarg mitt, hjá honum er ekkert rangt til."

I Jesú nafni.Amen,amen.

Hallelúja honum til dýrðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Hallelúja amen

Hafi það gott um jólin Guð/Jesús blessi þig

Gleðileg jól

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 24.12.2008 kl. 14:52

3 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Guð veri með þér vinan

Kristín Gunnarsdóttir, 27.12.2008 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.