Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Vinur minn!

Hvað má hvíld mér veita, harmar lífs er þreyta, og mig þrautir þjá?

Hvar má huggun finna?

Hvar er eymda minna fulla bót að fá?

Hér er valt í heimi allt, sorg og nauðir, sótt og dauði

sífellt lífi þjaka.

Burt frá böli hörðu, burt frá tára jörðu.

Lít þú upp, mín önd.

Trúan ástvin áttu einn, sem treysta máttu, Guðs við hægri hönd.

Jesú hjá er hjálp að fá, hann þér blíður huggun býður,

hvíld og lækning meina.

Í Jesú nafni, Drottinn blessi þig. Amen.


Komdu eins og þú ert.

c_documents_and_settings_gulli_my_documents_my_pictures_jesus_mappa_1018670c_documents_and_settings_gulli_my_documents_my_pictures_jesus_mappa_1018670

Í upphafi var orðið, og orðið var hjá Guði, og orðið var Guð; það var í upphafi hjá Guði.

Allir hlutir eru gjörðir fyrir það, og án þess var ekkert til, sem til er orðið.

Í því var líf, og lífið var ljós mannanna, og ljósið skín í myrkrinu, og myrkrið hefur ekki

tekið á móti því.

Maður kom fram, sendur af Guði, hann hét Jóhannes.

Þessi maður kom til vitnisburðar, til þess að vitna um ljósið, til þess að allir skyldu trúa fyrir

hann. Ekki var hann ljósið, heldur átti hann að vitna um ljósið.

Hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann, var að koma í heiminn.

Hann kom til eignar sinnar, og hans eigin menn tóku ekki við honum.

En öllum þeim sem tóku við honum, gaf hann rétt til þess að verða Guðs börn,

þeim sem trúa á nafn hans.

Af gnægð hans höfum við öll fengið, og það náð og náð ofan.

Lögmálið var gefið fyrir Móse, en náðin og sannleikurinn kom fyrir Jesús Krist.

Ekki skiftir máli hver þú ert eða hvað þú gjört eða gerir, að trúa á nafn hans er það sem

gerir þig að barn hans. Sem gerir þig að barn Guðs.

Komdu og vertu barn hans, sem dó fyrir  syndir þínar svo ekki verði hægt að dæma þig.

Guð, Drottinn segir : Komdu eins og þú ert.

Og ef þú tekur við honum þá segir hann einnig við þig: Vertu kyrr í þeirri stöðu er ég kallaði

þig. Það eina sem ég ætlast af þér er að elska mig af heilu hjarta, huga og sál og allri þinni

eigin mætti og elska þú náungan eins og  ég elska þig.


Bæn.

c_documents_and_settings_gulli_my_documents_my_pictures_jesus_mappa_jesus00028hs7

Kom, Guð andi helgi, hér himnum frá og til vor ber

ljóssins geisla, er ljóma af þér.

Kom, vér börn þig köllum á, kom og gjafir þínar ljá,

kom í hjörtun himnum frá.

Huggarinn, sem hjálpar best, heill fær sálin af þeim gest,

endurnæring ertu mest.

Öllu í starfi ertu hvíld, andarþorstans svölun mild

og í harmi huggun gild.

Blessað ljós, þig biðjum nú , brjóstið innra að fyllir þú

heitum kærleik, hreinni trú.

Nema þér sé fulltingi frá,finnst ei gott hjá mönnum frá.

Saklaust jörðu er ekkert á.

Lauga það, sem óhreint er, og það döggva er visna fer,

lækna það sem, sem lemstur ber,

mýk allt stirðnað mjög og spillt, vermdu það sem frosti er fyllt,

 þess veg er gengur villt.

Veit þeim, trú sem votta þér, vonargleði í brjóstum sér,

sem um eilífð ávöxt ber.

Gef oss dyggða gleðileg not, gef oss hólpin ævilot,

unaðs hjá þér engin þrot.

Í Jesú nafni.

Amen.


Bæn.

c_documents_and_settings_gulli_my_documents_my_pictures_englar_1096144053_074f48f45f_704646

Æ, ég það hryggur  játa má, ó Jesús náðarblíði,

að oft ég hef þér flúið frá í freistinganna stríði.

En góði Jesús, gef nú mér, að geti ég hafnað syndum,

og endurnær mig æ hjá þér af ástar þinnar lindum.

'A hverjum degi, Herra minn, í hjarta mínu kenndu,

mig áminn þú, og anda þinn af ást og náð mér sendu.

Drottinn blessaðu þú alla þá er lesa þetta með mér.

Í Jesú nafni. Amen.


Dögg af hæðum.

life

Þú sendir, Drottinn dögg af hæðum, í dropum smáum niður á jörð,

að kveikja líf í köldum æðum að klaka leysa böndin hörð.

Lát náðardaggar dropa þinn svo drjúpa í mína sálu inn.

Þú lætur, Drottinn, ljós af hæðum hér lýsa sólargeislum í,

það grundu skrýðir geislaklæðum og gulli faldar himinský.

Ó, lát þú náðarljósið þitt svo lýsa skært í hjarta mitt.

Þú sendir, Guð, þinn son af himnum, hann sól og dögg var allri jörð.

Hann lýsir oss í ljóssins fræðum og leysir syndaböndin hörð.

Það ljósi prýði líf mitt allt, sú lífdögg þíði helið  kalt.


Kærleiksandinn.

life

Kom þú, andinn kærleikans, tak þú sæti í sálu minni,

svala mér á blessun þinni, brunnur lífs í brjósti manns.

Andi kærleiks, helgi, hreini,

hjálpa mér, svo ég deyi frá sjálfum mér og synda meini.

Sæll í Guði ég lifi þá.

Drottinn blessi þig og mig, sem rita þetta í Jesú nafni.

Amen.

 


"Sorgin.

c_documents_and_settings_gulli_my_documents_my_pictures_jesus_mappa_head4634f1253ada4Lítið upp, sem lútið niður,

                   lítið upp, er slíkt að ber,

                     skelfi neyð þá engin yður,

                   yðar lausn því nálæg er.

                 Horfið upp frá höfum nauða,

                   horfið upp frá gröfum dauða,

                 horfið upp frá harmi' og sorg,

                    horfið upp í lífsins borg.

Drottinn huggi alla þá sem lesa þetta með mér og eru í sorg eða neyð.

Ég bið þess í Jesú nafni. Amen, amen, amen.


Fyrst boðar Guð.

c_documents_and_settings_gulli_my_documents_my_pictures_englar_anglkss_706909

Fyrst boðar Guð sitt blessað náðarorðið, svo býður hann sitt ríka kærleiksborðið

og sendir einkason sinn til að kalla til sinnar kvöldmáltíðar alla - alla.

En fyrsti og annar afsökunar biðja, og eins fer líka boðsmanninum þriðja,

og það er kunngjört Herra hefðarríkum, að heimsins börn ei sinni boðskap slíkum.

Þá spyr hann að, hvort veikir ekki vilji, hvort volaðir og blindir ekki skilji,

þá býður hann þeim bjargarlausu og snauðu, þeim breysku, særðu, föllnu, týndu og dauðu.

Hvert orð er sterkast? Orðið hans er kallar. Sjá, einnig dauðir ganga lífs til hallar,

þeir koma í hópum, heimurinn sem smáir, en Herrann segir:,,Þeir eru enn of fáir".

Hann býður ennþá:,,Farið, laðið, leiðið, og leitið, kallið, biðjið, þrýstið, neyðið,

mitt kærleiks djúp á himins víðar hallir, í húsi mínu rúmast allir - allir" .

Fyrst kallar Guð, og bregðist þú því boði, þá biður Guð, og þó að hvorugt stoði,

þá þrýstir Guð, og það er síðasta orðið,ef því er neitað, hræðstu sálar morðið!

Ó, Drottinn, þú, sem býður, biður, neyðir, ég blindur er, en sonur þinn mig leiðir

frá synd og hættum gegnum dauðans dalinn, í dýrðar þinnar fagra gleðisalinn.

Ég bið fyrir öllum sálum sem lesa þetta með mér, í Jesú nafni.Amen.

                                                                                                                                    M.Joch. 1886


Predikun Krist fyrir Gyðingum.

Talaði Jesús tíma þann til við óvini sína,

sem komnir voru að höndla hann. Heyrum þá kenning fína.

,,Sem til illvirkja eruð þér útgengnir mig að fanga.

'Aður gat enginn meinað mér í musterinu að ganga.

Daglega hef ég sýnt og sagt sannleikans kenning mæta.

Enginn gat á mér hendur lagt, ættuð nú þess að gæta.

Yfir stendur nú yðar tíð, uppfyllt svo ritning verði.

Myrkranna geisar maktin stríð. Mæla svo Jesús gerði.

Ljúflyndi blessað lausnarans líttu hér sál mín kæra.

Sá vill ég dauða syndugs manns. Svoddan máttu nú læra.

Jesús þeim sýndi í sannri raun sálarheill, náð og frelsi.

Guðs syni Júðar guldu í laun grimmd, hatur og fangelsi.

Furða það, sál mín, engin er, ei skalt því dæmi týna,

Þótt veröld launi vondu þér velgjörð mjög litla þína.

Gyðinga dæmi skynja skalt, skil þig við ódyggð slíka.

Þakklæti fyrir góðgjörð gjalt Guði og mönnum lika.

'Eg læt mér þessu jafnframt sagt, Jesús, af orðum þínum:

Enginn gat á þig hendur lagt af eigin vilja sínum.

Þann takmarkaða tímans punkt tilsetti faðirinn mildi,

nær það ánauðarokið þungt yfir þig ganga skyldi.

Eins upphaf líka og ending með allrar hörmungar minnar,

faðir himneski, er fyrir séð í forsjón miskunnar þinnar.

Þessi nú tíminn yðar er, óvinum Jesús sagði.

Herrans ég þetta máltak mér í minni og hjarta lagði.

Nú stendur yfir mín náðartíð. Nauðsýn er þess ég gæti.

Líður mig Drottins biðlund blíð brot mín svo kvittast mætti.

Ef ég þá tíð, sem Guð mér gaf, gálaus forsóma næði,

Drottins tími þá tekur af tvímælin öll í bræði.

Því lengur sem hans biðlund blíð beðið forgefins hefur,

þess harðari mun heiftin stríð, hefndar þá Drottinn krefur.

Guðs vegna að þér gá, mín sál, glæpum ei lengur safna.

Gjörðum iðran, því meir en mál mun vera synd að hafna.

'I dag við skulum skipta um skjótt, skal synd á flótta rekin.

Hver veit, nema sé nú í nótt náðin í burtu tekin?

Talar Jesús um myrkra makt. Merkir það, valdstjórnendur.

Yður skal nú í eyra sagt: Umdæmið heims tæpt stendur.

Ljósið myrkrin burt leiðir frí með ljóma birtu sinnar.

Varast að skýla skálkinn því í skugga maktar þinnar.

Minnstu, að myrkra maktin þver, þá myrkur dauðans skalt kanna.

'I hýstu myrkrum og enginn sér aðgreining höfðingjanna.

Myrkri léttari er maktin þín.  Minnst þess fyrir þinn dauða.

Þá Drottins hátignar dýrðin skín, hann dæmir eins ríka og snauða.

Fyrst makt heims er við myrkur mín sál, hallt þér í stilli,

varastu þig að reiða ríkt á ríkimannanna hylli.

Drottinn Jesú, þú lífsins ljós, lýstu valdstjórnarmönnum,

svo þeir, sem ráða yfir oss, eflist að dyggðum sönnum.

Jesús, þinn kalda kvalastund kvalatíð af mér svipti.

Guðs barna gafst mér gleði fund. Góð voru þau umskipti.

Myrkranna þrengdi maktin þér, mig svo leystir úr vanda.

Kvalanna ystu myrkur mér mega því aldrei granda.

'I Jesú nafni. Amen,amen,amen.                                                          Hallgrímur Pétursson.


Hver fær þann heiður að öðlast Heilagan anda og mátt Guðs?

Hvernig öðlumst við andann,heilagan anda? 

Öðluðumst við andann fyrir lögmálsverk? Eða fyrir boðun trúar?

Sá sem gefur okkur andann og framkvæmir máttarverk meðal okkar, gerir hann það fyrir

lögmálsverk? eða fyrir boðun trúar?

Svo var  um Abraham, hann trúði Guði og það var honum til réttlætis reiknað.

Þá sjáum við, að þeir sem eru trúar megin, þeir eru einmitt börn Abrahams.

En vegna þess að ritningin sá það fyrir, að Guð myndi réttlæta heiðingjana fyrir trú,

boðaði hún Abraham fyrirfram þann fagnaðarboðskap:

Af þér skulu allar þjóðir blessun hljóta.

Þannig hljóta þeir, sem eru trúar megin, blessun ásamt hinum trúaða Abraham.

Því að allir þeir, sem eru lögmálsverka megin, eru undir bölvun, því að ritað er:

Bölvaður er sá , sem ekki heldur fast við allt það, sem í lögmálsbókinni er ritað, svo að hann

breyti eftir því.

En það er augljóst, að fyrir Guði réttlætist enginn fyrir lögmál, því að hinn réttláti mun lifa

fyrir trú.

Kristur keypti okkur undan bölvun lögmálsins, með því að verða bölvun fyrir okkur,

því að ritað er:Bölvaður er hver sá , sem á tré hangir, til þess að heiðingjanum hlotnaðist blessun Abrahams fyrir samfélag við Krist Jesúm, að við öðluðumst fyrir trúna fyrirheitið

um andann.

Þannig vil ég benda á að Þeir minnimáttar í þjóðfélagi okkar sem finnst Kristinn trú boða

lögmál, þá er það ekki þannig, þó veit ég að margir predika einmitt boð og bönn i Jesú nafni.

Jafnvel réttláta stríð eða fara í manngreinarálit, og dómarastalla.

En það boðar ekki fagnaðarerindi Guðs um frelsi.

Guð dó fyrir mínar syndir, og það verður ekki rofið.

Eg á pláss fyrir hann, sem fyrir mig var hæddur, formæltur,sleginn,hrækt á, hýddur og hvað annað ógeðfellt,andstyggilegt.

Hvernig get ég ekki elskað hann, sem tók mig, sem hef brotið gegn öll boðorð hans, aftur og aftur, svo oft að ég gæti ekki talið, og í raun fordæmd til helvítis.

Það eina sem það kostar mig, er að trúa á hann og fyrirgefningu hans, að sama hvað ég gert, sagt, eða verið þá á ég  samt guðsríki því hann hefur  neglt það fast, hann gerði það með sínu lífi..

Hann vill að ég lesi svo ég geti öðlast þekkingu á hann og lika fyrirheiti hans til mín.

Að ég gefi honum gaum . Svo ég geti lært að þekkja röddu hans, er hann talar við mig.

'A hverjum degi eftir að hafa þekkt hann i 11 ævintýraleg ár, bið ég hann oft á dag fyrirgefningar fyrir syndir mínar, og þá meina ég fyrir þær nýjust, nýjustu.

Ég lifi í náð hans, það er ástæða að hann veitir okkur náð, því hver fengi staðist.

Svo ég vil að homminn, lesbían, þjófurinn, lygarinn, dópistinn eða hvað annað sem brýtur á móti  lögmálinu viti það að Jesús Kristur elskar þig, og bíður þín, og vill frelsa þig undan lögmálinu.

Þú munt öðlast frelsi í sálu þína og hjarta.

Þú munt læra að elska þig sjálfan og jafnvel kynnast hinn óhagganlega kærleika sem allir þrá, en fáir fá.

Allt sem gerir þig að syndara, sýknar hann og á efsta degi munt þú skína með honum hvítari en mjöll, hreinn og lýtalaus.

Bara fyrir það að trúa á hann og gefa honum gaum.

Þannig færð þú andann, þannig býr heilagur andi í mér.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband