Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Minn Guð!

urielarcangel

Huggið, huggið lýð minn! segir Guð yðar.
Hughreystið Jerúsalem og boðið henni, að áþján hennar sé á enda, að sekt hennar sé goldin,
að hún hafi fengið tvöfalt af hendi Drottins fyrir allar syndir sínar!
Heyr, kallað er: "Greiðið götu Drottins í eyðimörkinni, ryðjið Guði vorum veg í óbyggðinni!
Sérhver dalur skal hækka, hvert fjall og háls lækka.
Hólarnir skulu verða að jafnsléttu og hamrarnir að dalagrundum!
Dýrð Drottins mun birtast, og allt hold mun sjá það,
því að munnur Drottins hefir talað það!"
Heyr, einhver segir: "Kalla þú!" Og ég svara: "Hvað skal ég kalla?" "Allt hold er gras og allur yndisleikur þess sem blóm vallarins.
Grasið visnar, blómin fölna, þegar Drottinn andar á þau. Sannlega, mennirnir eru gras.
Grasið visnar, blómin fölna, en orð Guðs vors stendur stöðugt eilíflega."
Stíg upp á hátt fjall, þú Síon fagnaðarboði!
Hef upp raust þína kröftuglega, þú Jerúsalem fagnaðarboði!
Hef upp raustina, óttast eigi, seg borgunum í Júda: "Sjá, Guð yðar kemur!"
Sjá, hinn alvaldi Drottinn kemur sem hetja, og armleggur hans aflar honum yfirráða.
Sjá, endurgjald hans fylgir honum, og fengur hans fer á undan honum.
Eins og hirðir mun hann halda hjörð sinni til haga,
taka unglömbin í faðm sér og bera þau í fangi sínu, en leiða mæðurnar.
Hver hefir mælt vötnin í lófa sínum og stikað himininn með spönn sinni,
innilukt duft jarðarinnar í mælikeri og vegið fjöllin á reislu og hálsana á metaskálum?
Hver hefir leiðbeint anda Drottins, hver hefir verið ráðgjafi hans og frætt hann?
Hvern hefir hann sótt að ráðum, þann er gæfi honum skilning og kenndi honum leið réttvísinnar,
uppfræddi hann í þekkingu og vísaði honum veg viskunnar?
Sjá, þjóðirnar eru sem dropi í vatnskjólu og metnar sem ryk á vogarskálum.
Sjá, eylöndunum lyftir hann upp eins og duftkorni.
Og Líbanon-skógur hrekkur ekki til eldsneytis og dýrin í honum ekki til brennifórnar.
Allar þjóðir eru sem ekkert fyrir honum, þær eru minna en ekki neitt og hégómi í hans augum.
Við hvern viljið þér þá samlíkja Guði, og hvað viljið þér taka til jafns við hann?
Líkneskið steypir smiðurinn, og gullsmiðurinn býr það slegnu gulli og setur á silfurfestar,
en sá, sem eigi á fyrir slíkri fórnargjöf, velur sér þann við, er ekki fúni,
og leitar að góðum smið, er reist geti svo líkneski, að ekki haggist!
Vitið þér ekkert? Heyrið þér ekki? Hefir yður eigi verið kunngjört það frá upphafi?
Hafið þér engan skilning hlotið frá grundvöllun jarðar?
Það er hann, sem situr hátt yfir jarðarkringlunni, og þeir, sem á henni búa, eru sem engisprettur.
Það er hann, sem þenur út himininn eins og þunna voð og slær honum sundur eins og tjaldi til þess að búa í.
Það er hann, sem lætur höfðingjana verða að engu og gjörir drottna jarðarinnar að hégóma.
Varla eru þeir gróðursettir, varla niðursánir, varla hefir stofn þeirra náð að festa rætur í jörðinni fyrr en hann andar á þá,
og þá skrælna þeir upp og stormbylurinn feykir þeim burt eins og hálmleggjum.
Við hvern viljið þér samlíkja mér, að ég sé honum jafn? segir Hinn heilagi.
Hefjið upp augu yðar til hæða og litist um: Hver hefir skapað stjörnurnar?
Hann, sem leiðir út her þeirra með tölu og kallar þær allar með nafni.
Sökum mikilleiks kraftar hans og af því að hann er voldugur að afli verður einskis þeirra vant.
Hví segir þú þá svo, Jakobsætt, og hví mælir þú þá svo, Ísrael: "Hagur minn er hulinn fyrir Drottni, og réttur minn er genginn úr höndum Guði mínum?"
Veistu þá ekki? Hefir þú ekki heyrt? Drottinn er eilífur Guð, er skapað hefir endimörk jarðarinnar.
Hann þreytist ekki, hann lýist ekki, speki hans er órannsakanleg.
Hann veitir kraft hinum þreytta og gnógan styrk hinum þróttlausa.
Ungir menn þreytast og lýjast, og æskumenn hníga, en þeir, sem vona á Drottin, fá nýjan kraft,
þeir fljúga upp á vængjum sem ernir. Þeir hlaupa og lýjast ekki, þeir ganga og þreytast ekki.

Jesaja 40

Í Jesú nafni.Amen,amen,amen.


Tileinkað þér.

holyspirit11

Ég elska þig.

Ég vildi óska að ég gæti gefið þér hamingju.

Ég vildi að þú værir stolt af mér, að þú værir ánægð með mig.

Ég hef alltaf þráð það.

Til margra ára hef ég beðið til Drottins að hann geri mig að þeirri konu sem hann þrái að ég sé, að ég væri sú dóttir er hann yrði stoltur af, svo sem einkadóttir hans sem augasteinn hans. Að ég væri sú móðir er hann aldrei gæti yfirgefið. Svo ég yrði fullkomin fyrir þig.

Svo er ekki enn, en kannski áður en þú kveður, færð þú að upplifa það, fullkomna konu, dóttir og móðir og sem Guðs barn.

En kannski ekki.

Ég mætti elska mig meir og aga, þá gæti ég sýnt þér betur hve mikið ég elska þig.

Ég vildi að ég væri betri vinur.

Fyrirgef mér, elskaðu mig, svo sem ég er svo ég passi mig betur.

Ég hef þráð það allt mitt líf að ég gæti gert þig hamingjusama, að allt er ég gjöri, alla er ég elska og elska mig, að öll mín lífsreynsla og líf mitt væri þér unun að sjá.

Að sjá mig þroskast sem fullorðin kona, barn og móðir. Að þú værir stolt af mér, og sæir ekkert rangt.

Ég vil vera í góðum höndum, vina og ættingja. Ég vil vera elskuð og þráð.

Ég elska þig og ég bið að þú sjáir það og finni. Að það geri þig fullkomlega hamingjusama, að þú viljir sjá það. Að þú fyrirgefur mér af hjarta, huga og sál og treystir mér.

Elskaðu mig.

Þín Aida.

 


Ert þú að kenna Kristinfræði?

Ef einhver þykist vera guðrækinn, en hefur ekki taumhald á tungu sinni, heldur leiðir hjarta sitt afvega, þá er guðrækni hans fánýt.

Hrein og flekklaus guðrækni fyrir guði og föður er þetta, að vitja munaðarlausa og ekkna í þrengingu þeirra og varðveita sig óflekkaða af heiminum.

Hver er það sem kærir okkur? Er það ekki Satan? Jú, sannlega,sannlega er það djöfullin.

En hver sýknar? Er það ekki Guð? Jú, sannlega,sannlega er það Guð.

Hver ert þú maður að dæma guðs útvalda? Eru Aðventistar fremri, eða hvítasunnumenn eða Gunnarsbörn eða páls, eða hvað sem þessir söfnuðir kalla sig? Eru ekki allir Krists, hefur Guð ekki útvalið okkur? Eða höfum við valið Guð. Hver gefur okkur trú, er það ekki Guð?

Ef þú segir nei við þessu að allir eru ekki eitt í Kristi, þá ertu fallin úr náðinni.

Þá ertu fallin frá Jesú Krist.

Eigum við að láta trúna á Krist dýrðarinnar vera samfara manngreinaráliti?

Segir ekki æðsta boðorð, þú skalt elska náungan þinn eins og Guð elskar þig?

Ef við förum í manngreinarálit þá drýgjum við synd og lögmálið sannar á oss að við erum orðin yfirtroðslumenn. Því að dómurinn verður miskunnarlaus þeim sem ekki sýndi miskunn.

Miskunseminn gengur sigurhrósandi að dómi. Hallelúja. Dýrð sé Drottinn fyrir þá dýrð.

Því segir Drottinn: Verið ekki margir kennarar, með því að þér vitið, að vér munum fá þyngri dóm. Því að allir hrasa margvíslega. Hrasi einhver ekki í orði, þá er hann maður fullkominn, fær um að hafa stjórn á öllum líkama sínum. Sjá skipin, svo stór sem þau eru, og rekin af hörðum vindum, þeim verður stýrt með mjög litlu stýri, hvert sem stýrimaðurinn vill. Þannig er einnig tungan litill limur, en lætur mikið yfir sér. Sjá, hversu litill neisti getur kveikt í miklum skógi. Tungan er líka eldur. Tungan er ranglætisheimur meðal lima vora, hún flekkar allan líkamann og kveikir í hjóli tilverunnar, en er sjálf tendruð af helvíti. Því að allskonar dýr og fugla, skriðkvikindi og sjávardýr, má temja og hafa mennirnir tamið.

En tunguna getur enginn maður tamið, þessa óhemju, sem full er með bannvænt eitur. Með henni vegsömum við Drottinn og Guð, og með henni formælum vér mönnum, sem skapaðir eru í líkingu Guðs. Af sama munni gengur fram blessun og bölvun, þetta má ekki svo vera.

Sú speki sem kemur að ofan, hún er í fyrsta lagi hrein, því næst er hún friðsöm, ljúfleg, sannsýn, full miskunnar og góðra ávaxta, óhlutdræg, hræsnislaus, en ávexti réttlætisins verður sáð í friði þeim til handa, sem frið semja.


Frjáls við lögmál er.

engill

Endar nú dagur, en nótt er nær, náð þinni lof ég segi,

að þú hefur mér, Herra kær, hjálp veitt á þessum degi.

Verkin mín öll og vinnulag velþóknun hjá þér finni,

en vonskan sú, sem vann ég í dag, veri gleymd miskunn þinni.

Þó augun sofni aftur hér, í þér mín sálin vaki.

Guðs son, Jesús, haf gát á mér, geym mín svo ekkert saki.

Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni,

sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni.                                              

Í Jesú nafni.

Amen.                                                                                                                                        

Drottinn blessaðu sálir sem þetta biðja.

Í Jesús Krists nafni.Amen,amen.


Náðin skal upp byggð að eilífu.

Um náðarverk Drottins vil ég syngja að eilífu, kunngjöra trúfesti þína með munni mínum frá kyni til kyns,  því að þú hefur sagt: Náðin skal upp byggð að eilífu, frá himnum grunvallaðir þú trúfesti þína.

Drottinn, Guð hersveitanna, hver er eins sterkur og þú? Og trúfesti þín er umhverfis þig.

Þú hefur máttugan armlegg, hönd þín er sterk, hátt upphafin hægri hönd þín.

Réttlæti og réttvísi er grundvöllur hásætis þíns, miskunn og trúfesti ganga fram fyrir þig.

Sæll er sá lýður, sem þekkir fagnaðarópið, sem gengur í ljósi auglitis þíns Drottinn.

ATT0007323

Sæl er sú sál, er situr í skjóli þínu sá er gistir í skugga þíns og segir við Drottinn: Hæli mitt og háborg, Guð minn er ég trúi á! Drottinn minn, Jesús minn.

Drottinn, þú segir : Af því að hann leggur ást á mig, mun ég frelsa hann, ég bjarga honum, af því að hann þekkir nafn mitt. 'Akalli hann mig, mun ég bænheyra hann, ég er hjá honum í neyðinni, og frelsa hann og geri hann vegsamlegan. Ég metta hann með fjölda lífdaga og læt hann sjá hjálpræði mitt.

Drottinn, ég leita þín og ég elska þig. Ég ákalla þig Drottinn Jesús minn.

Blessa þú og metta okkur með þinni dýrð sem lesa þetta með mér, því að þeir sem lesa þetta myndi ekki gera það nema að vona á þig. Þeir myndu ekki einu sinni opna þessa síðu, ef ekki væri fyrir þig.

Við vonum á þig, og við köllum á þig.

Í Jesús Krists nafni.Amen,amen,amen.


Alvæpni Guðs.

c_documents_and_settings_gulli_my_documents_my_pictures_thakka_ther_fyrir_thennan_dag_811225

Drottinn, styrk oss í samfélagi við þig, í krafti máttar þíns.

Klæð okkur í alvæpni þínu, svo að við fáum staðist vélarbrögð djöfulsins.

Því að baráttan, sem við eigum í , er ekki við hold og blóð, heldur við andaveru vonskunnar

í himingeiminum.

Fyrir því bið ég þig Drottinn, að þú gefur okkur alvæpni þitt.

Gyrð okkur með sannleika um lendar okkar og gef okkur brynju réttlætisins og skóaðu okkur með fúsleik til að flytja fagnaðarboðskap friðarins.

Gef okkur skjöld trúarinnar, svo að við getum slökkt öll hin eldlegu skeyti hins vonda,

set þú á oss hjálm hjálpræðisins og gef oss sverð andans, sem er þitt orð.

Gef oss þær bænir og beiðni, í hjörtum vor sem þú villt.

Drottinn innsigla þú þetta í hjörtu , sálu og huga okkar svo að allur líkaminn fái að lofa þig, eins og vera ber.

Amen,amen í Jesú nafni.Amen.


Þú, Kristin sála.

Þú, Kristin sála, þjáð og mædd, þreytt undir krossins byrði,

 vanmegnast ekki, vertu  óhrædd,vilji Drottins þó yrði,

þrey, þol og líð, bið,vona og bíð, bölið fær góðan enda,

þá neyð er hæst, dove-holyspirit-bgHerrann er næst, hann mun þér fögnuð senda.

Ei er trúin þitt eigið verk, enn þótt hún veikleg standi,

né þolinmæði í þrautum sterk, það gefur helgur andi,

 hvað hann upptók hann gaf og jók, hjálpsamlega framkvæmir, 

  vanmegnan þá, sem er þar á, aldrei hans náð fordæmir.

Hygg að, því barni mest er mjúkt móðurhjartað ágæta,

 vanmegna sem hún sér og sjúkt, sýnir því hjúkrun mæta. 

 Eins er Guðs hönd, angraðri önd æ er hann nálægastur,

ástríkur best og blíður mest, við börn sín veik trúfastur.

Guði sé lof, sem glaða von gaf oss í raunum vöndum,

 lét hann sinn ljúfa líknar son leysa oss af dauðans böndum,

hans andi kær er alltaf nær öllum sem þjáning líða,

við skulum því í þrengingum þreyja, vona og bíða.

Drottinn ég bið fyrir þeim sálum sem með mér biðja,

að blessun þín mætti úthellast í hjörtu, huga og sálu vora.

Ég bið í þínu nafni Jesús, sem þú gafst okkur.

Í Jesú nafni Amen.

Verði þinn vilji Drottinn.Amen,amen.


Til þín leita ég.

  • c_documents_and_settings_gulli_my_documents_my_pictures_00258

´Faðir vor, þú sem á himnum ert.                                                                                               Lát opnast augu mín, minn ástvin himnum á,                                                                             svo ástarundur þín mér auðnist skýrt að sjá,                                                                              mér auðnist skýrt að sjá hið fríða foldarskraut, hin fagra stjarna her                                         á loftsins ljómabraut og ljóssins dýrð hjá þér.

Lát opnast eyru mín, minn ástarfaðir kær,                                                                                   svo eilíf orðin þín ég ávallt heyrir skær,                                                                                       þíns lögmáls hvellan hljóm, þín heilög, boð ei ströng                                                                   þíns guðspjalls ástaróm og engla helgan söng.

Lát opnast munninn minn, svo mál hans, Drottins kær,                                                              þitt vald og vísdóm þinn æ votti nær og fjær.                                                                               Veit mér að mikla þig, á meðan æðar slá,                                                                                      já, lengur lát þú mig þig lofa himnum á.

Lát opnast harðlæst hús míns hjarta,Drottinn minn,                                                                   svo hýsi ég hjartans fús þar helgan anda þinn.                                                                             Lát friðmál frelsarans þar föstum bústað ná                                                                                  og orð og anda hans mér ætið búa hjá.

Drottinn minn, Faðir minn og Guð, ég bið í nafni þínu er þú gafst mér                                       að allar þær sálir er þú hefur blessað með bæn þessari megi blessast af þér í dag.                   Mætti nærvera þín umvefja okkur í kærleika og náðina er þú gafst okkur.                                 Takk Drottinn, fyrir það að við megum ætið koma fram fyrir þig, í dag og alla daga.                 Í Jesú nafni.

Amen,amen,amen.


Frelsi.

holy spirit6

Það er því engin fordæming fyrir þá er tilheyra Jesú Krist.

Ég er að hugsa um frelsið, sem ég öðlaðist er ég tók trú á Jesú sem Drottinn minn og Guð. Við mig sagði hann ; allir sem vilja við mér taka, gef ég eilíft líf. Ég hreinsa hann og gef honum líf, líf í fullri gnægð. Ég úthelli anda minn yfir hann, minn heilaga anda segir Drottinn. Andi minn, mun gefa honum sannleikan og hann mun verða frjáls. Hann mun kenna honum veg þann er hann á að ganga og hrasar hann mun hann reisa hann upp á nýu, hann mun varðveita hjarta hans að eilífu.

Ég sem Kristinn, lifi á hverjum degi með hann i hjarta mér, ég heyri hans nafn innra með mér. Mér verður á, ég geri eitthvað eða segi sem ekki er í anda hans eða ég gjöri ekki það sem hann biður. Það má vera lítið eða stórt en ég veit að það er eitthvað, alveg viss með það því hans orð hefur kennt mér að enginn stenst, ekki einn.                                                       Því hef ég tileinkað mér að iðrast á hverjum degi og þakka honum fyrir náð hans.               Að þótt ég fari frá honum, þá fer hann ekki frá mér.

Andinn hans boðar mér að elska alla menn eins og Guð elskar mig. Hann kennir mér að biðja fyrir öðrum á hverjum degi . Hann opnar eyru mín svo ég fái skilið leyndardóm Guðs, hann opnar augu mín svo ég fái séð vilja hans og verkin hans. Hann talar sín boð í hjarta mínu, hann segir mér að vitja þá sem þarfnast þess og hann blessar mig. Hann segir mér að tungan skuli ég vara mig á, því aðeins getur maður sem frelsaður er saurgað sig með henni, því hún,tungan,er ranglætislimur, er það sem út fer.Hann segir mér og kennir að hata hið illa og elska hið góða. Því ekki er þessi barátta við menn af holdi og blóði heldur andaveru vondskunar í himingeimnum.Því ber mér að biðja fyrir öllum.

Hann segir að ég megi gera allt, snerta allt, prófa allt, en forðast hið illa. Því aðeins eitt getur í raun saurgað mig og það er tungan og að elska ekki náungan. Ekkert annað getur slitið mig frá föðurnum, frá Guði.

Hann kennir mér að allt sem ég bið um í nafni hans mun hann veita mér, og það hef ég fengið að smakka og geri.

Ég spurði hann varðandi samkynhneigð, hann svaraði; hvað um þá?Því skyldi þeir ekki fá að lifa í náðinni,jafnt og þú? Auðvitað, allir,allir!!  Það er aðeins eitt sem saurgar okkur,það er tungan,  það er að segja það sem út fer af okkur og að elska ekki náungan. Því hefurðu tekið ámóti honum ertu frjáls.      Af hverju er ég að segja þetta, jú vegna þess að margir samkynhneigðir telja sér trú að þeir séu ekki elskaðir af Guði og það fer mikið fyrir brjóst á mér, ég verð sorgmædd.   

þú sem lest þetta með mér, að hafa heilagan andi innra með sér, er það sama og að vera andlega fullnægð. Ég bið að þú fáir að smakka andlega fullnægingu og fullkomið frelsi svo þú fáir skilið nærveru hans. Ég bið þess í Jesú nafni.Amen

Drottinn blessi þig, í Jesú nafni,Amen,amen.

Því það er af náð hans að ég fái að dvelja í honum og hann í mér,ekki af því að ég er fullkomin, þó ég keppist eftir því, af náð og ekki af verkum mínum. Ég skal ekki geta mikklast af mér en ég get mikklast af honum.

Eftir að ég tekið við honum hefur líf mitt vissulega breyst og satt að segja myndi ég ekki geta lifað án hans.


Vina.

image0013

Drottinn er þinn hirðir, þér mun ekkert bresta.

Á grænum grundum lætur hann þig hvílast, leiðir þig að vötnum þar sem þú mátt næðis njóta.

Hann hressir sál þína, leiðir þig um réttan veg fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt þú farir um dimman dal, skaltu ekki óttast neitt illt, því að hann er hjá þér, sproti hans og stafur huggar þig.

Hann býr þér borð  frammi fyrir fjendum þínum. Hann smyr höfuð þitt með olíu, bikar þinn er barmafullur, já gæfa og náð fylgja þér alla ævidaga þína, og í húsi Drottins býr þú langa æfi.

Til þín , hef ég sál mína, Drottinn Guð minn!

Þér treysti ég, lát mig ekki verða til skammar, lát ekki óvini mína hlakka yfir mér.

Hver sá er á þig vonar, mun ekki heldur verða til skammar, þeir verða til skammar er ótrúir eru að raunalausu.

Vísa mér vegu þína, Kenn mér stigu þína. Lát mig ganga í sannleika þínum og kenn mér, því að þú ert Guð hjálpræðis míns, á þig vona ég liðlangan daginn.

Minnst þú miskunnar þinnar,Drottinn, og kærleiksverka, því að þau eru frá eilífð.

Góður og réttlátur ert þú Drottinn, þess vegna vísar þú syndurum veginn. Þú lætur hina voluðu  ganga eftir réttlætinu og kennir hinum voluðu veg þinn.

Allir vegir þínir eru elska og trúfesti, fyrir þá, er gæta sáttmála hans og vitnisburða.            Sakir nafn þíns Drottins, fyrirgef sekt mína, því að hún er mikil.                                               

Ef einhver óttast Drottinn mun hann kenna honum veg þann, er hann á að velja, og niðjar hans eignast landið.

Í Jesú nafni.Amen,amen.

Amen.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband