Þitt orð.

c_documents_and_settings_gulli_my_documents_my_pictures_jesus_mappa_alheimur_mannsauga_stor_030301

Þú, Jesús, ert vegur til himinsins heim,í heimkynnið sælunnar þreyða.

Æ, lát oss ei villast frá veginum þeim á veginn til glötunar breiða.

Þú, Jesús, ert sannleikur,lát oss fá lært ei lyginnar röddum að hlýða,

en veit, að oss öllum sé indælt og kært af alhug þitt sannleiksorð blíða.

Þú, Jesús, ert lífið, sem dauðann fær deytt, lát dauðann úr sálunum víkja,

en lífið, sem eilífan unað fær veitt, með almættiskrafti þar ríkja.

Þitt orð, Guð, vort erfðafé, þann arf vér bestan fengum.

Oss liðnum veit til lofs það sé, að ljós við þess vér gegnum.

Það hreystir hug í neyð, það huggar sál í deyð.

Lát börn vor eftir oss það erfa blessað hnoss.

'O, gef það glatist engum.

'I Jesú nafni.

Amen,amen.                                                                                     Helgi Hálfdáns 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Amen

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 11:39

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Arabina.

Ég dró orð fyrir þig: "Drottinn er minn hjálpari, eigi mun ég óttast. Hvað geta mennirnir gjört mér?" Hebr. 13: 6.

Guð blessi þig og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.4.2008 kl. 12:35

3 Smámynd: Aida.

Sælar dömur .

Gleður mig alltaf jafnmikið að sjá ykkur.

Takk fyrir hlýjar kveðjur. Og orðið Rósa.

Eg ætla að lesa Hebr. 13 í kvöld.

Drottinn blessi ykkur og varðveiti.

Aida., 14.4.2008 kl. 16:26

4 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

amen Arabina og takk fyrir góð orð til mín

Guð blessi þig

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 14.4.2008 kl. 19:35

5 Smámynd: Linda

Sæl Yndi, þakka þér fyrir að setja þetta hér inn.  Hafðu það sem allra best þú ert mjög mikil blessun fyrir okkur öll.

Knús

Linda, 15.4.2008 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband