Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

"Bænin.

Guð geymi mig og varðveiti á sálu og lífi þennan dag

og alla tíma í Jesú nafni.Amen.

Faðir vor, þú sem ert á himnum.

Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki,

verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.

Gef oss í dag vort daglegt brauð.

Og fyrirgef oss vorar skuldir,

svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum.

Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu.

Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin

að eilífu. Amen.

Ljóssins faðir, Drottinn minn.

Dýrð sé þér fyrir daginn, sem kemur nýr úr skapandi

hendi þinni. Dýrð sé þér, sem lofar mér að lifa.

'Eg þakka þér lífið mitt, gjöf þína, þakka þér heilsu og

krafta, vit og vilja, skyn og skilning, fæðu mína og

fóstrið allt, heimili mitt og ástvini.

'Eg þakka þér, að ég þekki þig og get þakkað þér, af því

að þú hefur gefið mér náð til þess að trúa á þig og vita,

að þú ert minn Guð, lífgjafi minn, faðir og frelsari.

Lofaður sért þú, Jesús Kristur, sem með komu þinni,

lífi á jörð, dauða á krossi og upprisu, hefur opinberað

föður kærleikans og greitt mér og öllum syndugum

 mönnum veg inn í ríki þíns.

Lofaður sért þú, heilagi andi, sem hefur vitjað mín,

og kallað mig í kirkju Krists, blessað mér boðskap hennar

og vilt leiða mig í allan sannleikann.

Lát mig, Drottinn, standa stöðugan í trúnni og vaxa í

þinni náð.

'Eg fel þér daginn, allt, sem hann krefst, og allt, sem hann

gefur. Sjá þú til þess, Drottinn minn, að ég mæti því öllu

þannig, að ég megi fagna þessum degi með tærum fögnuði og helgum friði,

þegar hann heilsar mér aftur í eilífð þinni.

Heyr bæn mína Jesú og blessa alla sem lesa þessa bæn.

'I Jesú nafni. Amen


Lausnarinn minn.

Mig hefur ljúfur lausnarinn

leitt inn í náðargrasgarð sinn,

vakandi svo ég væri hér,

vitni skírnin mín um það ber.

Ungdóms bernskan, sem vonleg var,

vildi mig of mjög svæfa þar,

 foreldra hirting hógværleg

hans vegna kom og vakti mig.

Aldurinn þá mér öðlaðist,

á féll gjálífis svefninn mest,

kennimenn Drottins komu þrátt,

kölluðu mig að vakna brátt.

Fullvaxinn gleymsku svefninn sár

sótti mig heim, og varð mjög dár,

dimman heimselsku dróst að með,

dapurt varð mitt til bænar geð.

Þá kom Guðs anda hræring hrein,

í hjarta mitt inn sá ljómi skein,

en í heimskunni svo ég svaf,

sjaldan mig neitt að slíku gaf.

Fárlega var mín fíflskan blind,

forlát mér, Jesús, þessa synd,

hvar með að jók ég hugraun þér,

en hefnd og refsing sjálfum mér.

Láttu þó aldrei leiðast þér,

ljúfi Jesús, að benda mér.

Hugsi til mín þitt hjartað milt,

hirtu mig líka sem þú vilt.

I Jesú nafni,Drottinn, blessa þú sérhverja sál er þetta les.

Amen.                                                                                                                 H.Pétursson


"Bæn.

c_documents_and_settings_gulli_my_documents_my_pictures_jesus_mappa_jesusvalentineDrottinn minn.

                      Takk fyrir nýjan dag og náð í þér.

                      Faðir,verkin mín, þóknist þér,

                      þau láttu allvel takast mér,

                      ávaxtasöm sé iðjan mín,

                      yfir mér hvíli blessun þín.

                      Lof sé þér Jesús lesið og tjáð,

                      lof sé þér, Herra Jesús, þína náð,

                     lof sé þínum helgum anda.

                     Amen. Lof sé þér, þrenning hrein.


"Bænin.

Drottinn minn, segðu hvern morgun svo við mig,

sæti Jesús, þess beiði ég þig:

'I dag þitt hold í heimi er,

hjartað skal vera þó hjá mér.

'I dag, hvern morgun ég svo bið,

aldrei lát mig þig skiljast við,

sálin, hugur og hjartað mitt

hugsi og stundi á ríkið þitt.

'I Jesú nafni Amen,amen.                                                                        H.Péturs.


"Hagur 'Islands og þjóð.

'Eg, Drottinn, hefi ekki breytt mér, og þér Jakobssynir, eruð samir við yður.

Allt í frá dögum feðra yðar hafið þér vikið frá setningum mínum og ekki gætt þeirra.

Snúið yður til mín, þá mun ég snúa mér til yðar-segir Drottinn allsherjar.

En þér spyrjið:,, Að hverju leyti eigum vér að snúa oss?"

'A maðurinn að pretta Guð, úr því að þér prettið mig?

Þér spyrjið: ,, 'I hverju höfum vér prettað þig?"

'I tíund og fórnargjöfum. Mikil bölvun hvílir yfir yður, af því að þér prettið mig,

öll þjóðin. Færið alla tíundina í forðabúrið til þess að fæðsla sé til í húsi mínu,

og reynið mig einu sinni á þennan hátt- segir Drottinn allsherjar-,

hvort ég lýk ekki upp fyrir yður flóðgáttum himinsins og úthelli yfir yður

yfirgnæfanlegri blessun. Og ég mun hasta á átvarginn fyrir yður, til þess að hann

spilli ekki fyrir yður gróðri jarðarinnar og víntréð á akrinum verðir yður ekki

ávaxtarlaust - segir Drottinn allsherjar.´Þá munu allar þjóðir telja yður sæla,

því að þér munuð verða dýrindisland - segir Drottinn allsherjar.

Hörð eru ummæli yðar um mig-segir Drottinn.

Og þér spyrjið: ,,Hvað höfum vér þá sagt vor í milli um þig?"

Þér segið:,,Það er til einskis að þjóna Guði, eða hvaða ávinning höfum vér

af því haft, að vér varðveittum boðorð hans og gengum í sorgarbúningi fyrir

augliti Drottins allsherjar?

Fyrir  því teljum vér nú hina hrokafullu sæla. Þeir þrifust eigi aðeins vel,

er þeir höfðu guðleysi í frammi, heldur freistuðu þeir og Guðs, og sluppu

óhengdir."

Þá mæltu þeir hver við annan, sem óttast Drottin, og Drottinn gaf gætur

að því og heyrði það, og frammi fyrir augliti hans var rituð minnisbók fyrir þá,

sem óttast Drottin og virða hans nafn.

Þeir skulu vera mín eign - segir Drottinn allsherjar - á þeim deigi sem ég hefst

handa, og ég mun vægja þeim, eins og maður syni sínum, sem þjónar honum.

Þá munuð þér aftur sjá þann mismun, sem er á milli réttláts manns og óguðlegs,

á milli þess, sem Guði þjónar, og hins, sem ekki þjónar honum.

Þetta eru orðin trú og sönn.

Þetta er skrifað í Jesú nafni fyrir 'Island og þjóð hennar.

Amen.


"'Eg þakka þér faðir.

'A meðan enginn mætir neyð,

á meðan slétt er ævileið,

vér göngum þrátt með létta lund

og leitum ei á Jesú fund.

En þegar kemur hregg og hríð

og hrelling þjakar, neyð og stríð,

í dauðans angist daprir þá

vér Drottin Jesú köllum á.

Hann harmakvein vort heyrir vel

og hastar á hið dimma él

og sveipar skýjum sólu frá,

öll sorg og kvíði dvínar þá.

En gjafarinn oss gleymist þrátt,

þótt gæsku reynum hans og mátt.

Af gjöfum Drottins gleðjumst vér,

en gleymum, að oss þakka ber.

Sjá, ævin hefur enga bið

þó enn er tími að snúa við,

að flytja þakkir þeim, sem gaf,

ei það má gleymast héðan af.

Því jafnvel skynlaus skepnan sér,

hve skaparanum þakka ber,

um himingeiminn, lög og láð

hún lofar Drottins miklu náð.

'O, stöndum eigi eftir þá,

en aftur snúum þökk að tjá,

og látum hljóma lífs með hjörð

hans lof og dýrð með þakkargjörð.

'Eg þakka þér faðir, fyrir mig og öll hin.

I Jesú nafni.

Amen.                                                                                                                  V. Briem.

                                     


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband